Vilja fjölga þýðingum íslenskra bókmennta

Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason.
Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason. mbl.is

Miðstöð ís­lenskra bók­mennta stend­ur fyr­ir átaki á Norður­lönd­um í þeim til­gangi að fjölga þýðing­um ís­lenskra bók­mennta á nor­ræn tungu­mál.

Næstu þrjú árin stend­ur Miðstöð ís­lenskra bók­mennta fyr­ir átaki á Norður­lönd­um sem miðar að því að fjölga þýðing­um ís­lenskra bók­mennta á nor­ræn tungu­mál.

 Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að í vor muni Miðstöð ís­lenskra bók­mennta kynna ís­lensk­ar bók­mennt­ir fyr­ir dönsk­um og sænsk­um út­gef­end­um í sam­starfi við sendi­ráð Íslands í Kaup­manna­höfn og Stokk­hólmi. Þar kem­ur fram rit­höf­und­ur­inn Andri Snær Magna­son, sem hlaut ís­lensku bók­mennta­verðlaun­in ný­verið fyr­ir Tíma­k­ist­una, og bók­mennta­fræðing­ur­inn Þor­gerður E. Sig­urðardótt­ir sem mun tala um strauma og stefn­ur í ís­lensk­um sam­tíma­bók­mennt­um. Árið 2015 er fyr­ir­hugað að kynna ís­lensk­ar bók­mennt­ir fyr­ir út­gef­end­um í Finn­landi, Nor­egi, Græn­landi og Fær­eyj­um.

Jafn­framt verður lögð áhersla á sýni­leika ís­lenskra höf­unda og bók­mennta í dag­skrá bóka­mess­unn­ar í Gauta­borg í Svíþjóð í haust. Bóka­mess­an í Gauta­borg er stærsta bóka­messa Norður­landa en hana sækja ár­lega um 100.000 gest­ir. Íslensk­ur sýn­ing­ar­bás á bóka­mess­unni verður í sam­starfi við Íslands­stofu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert