Lítil loftgæði við Grensás

Mikið svifryk er nú í loftinu samkvæmt loftgæðamælistöðinni við Grensásveg í Reykjavík og eru loftgæði á svæðinu lítil  samkvæmt upplýsingum sem fram koma á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Loftgæði eru á hinn bóginn mikil samkvæmt færanlegri mælistöð sem er í Breiðholti.

Ekki eru hins vegar til staðar upplýsingar frá tveimur öðrum mælistöðvum í Reykjavík en þær eru annars vegar við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og hins vegar í vesturborginni.

Fram kemur á vefsíðu Reykjavíkurborgar að sólarhrings heilsuverndarmörk fyrir svifryk séu 50 míkrógrömm/m3 en samkvæmt mælistöðinni við Grensásveg er svifryk á svæðinu nú yfir 100 míkrógrömm/m3 en nýjustu upplýsingar eru frá því klukkan 10.00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert