Þrír létust í slysi í Noregi

Þrír eru látn­ir og þrír voru flutt­ir al­var­lega slasaðir á sjúkra­hús eft­ir árekst­ur lang­ferðabif­reiðar og flutn­inga­bíls í Sokna í Nor­egi. Íslend­ing­ur ók flutn­inga­bíln­um og er hann tal­inn bera ábyrgð á slys­inu sam­kvæmt frétt norska rík­is­út­varps­ins.

Sam­kvæmt frétt NRK er ekki vitað um líðan fólks­ins en tvennt var flutt með þyrlu á Ul­levål-sjúkra­húsið í Ósló.

Alls voru níu í rút­unni og tveir flutn­inga­bíl­stjór­ar þegar slysið varð skömmu fyr­ir miðnætti að staðar­tíma. Þrír til viðbót­ar fengu áfalla­hjálp eft­ir slysið en að öðru leyti sluppu þeir ómeidd­ir.

Í til­kynn­ingu sem lög­regl­an sendi frá sér á fimmta tím­an­um í nótt kem­ur fram að tveir karl­ar og ein kona hafi lát­ist í slys­inu. Ein­ung­is kem­ur fram að þau þrjú sem voru flutt á sjúkra­hús séu al­var­lega slösuð.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni hef­ur verið tekið blóðsýni úr öku­manni flutn­inga­bíls­ins, Íslend­ingi um sex­tugt. Frétt­um norskra fjöl­miðla ber ekki al­veg sam­an um hvað gerðist, en ökumaður­inn hef­ur verið yf­ir­heyrður í nótt. Svo virðist sem hann sé sakaður um ógæti­leg­an akst­ur en ekki er talið að hann hafi verið und­ir áhrif­um áfeng­is eða vímu­efna.

VG hef­ur eft­ir öðrum flutn­inga­bíl­stjóra sem kom að slysstaðnum fimm mín­út­um eft­ir slysið að hann hafi ekk­ert getað gert annað en að hringja í lög­reglu, en beita þurfti klipp­um til að losa tvö þeirra sem slösuðust úr rút­unni.

Bíl­stjór­inn, sem einnig er ís­lensk­ur, seg­ir í sam­tali við NRK að hann hafi reynt að hemla en án ár­ang­urs og rek­ist utan í flutn­inga­bíl­inn sem hafði ekið á rút­una. Vegna hálk­unn­ar hafi ekk­ert þýtt að hemla og bíll hans runnið áfram. Öku­menn beggja flutn­inga­bíl­anna sluppu ómeidd­ir frá slys­inu.

Slysið er rakið til ís­ing­ar á veg­in­um og að ökumaður flutn­inga­bíls­ins hafi ekið ógæti­lega miðað við aðstæður.

Leiðrétt:

Ekki er rétt að tveir hafi verið í flutn­inga­bíln­um held­ur var bíl­stjór­inn einn á ferð.

Frétt NRK

Frétt Af­ten­posten

Frétt VG

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert