„Þú ert dauður“ ekki hótun

Konan smitaðist af lifrabólgu C með notaðri sprautunál.
Konan smitaðist af lifrabólgu C með notaðri sprautunál. AFP

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur sýknað konu af ákæru um hót­an­ir sem ákæru­valdið taldi að fæl­ust í smá­skila­boðum sem hún sendi karl­manni sem smitaði hana af lifra­bólgu C. Kon­an sagði skila­boðin send í bræði og að í þeim hafi ekki fal­ist nein hót­un um að vinna mann­in­um mein.

For­saga máls­ins er sú að maður­inn var stuðnings­full­trúi henn­ar í vímu­efnameðferð. Þau „féllu svo sam­an“, þ.e. hófu neyslu á nýj­an leik, og voru í mik­illi neyslu fíkni­efna. Bæði sprautuðu þau sig með fíkni­efn­um.

Þegar þau höfðu verið í neyslu í nokkra daga og klárað hrein­ar nál­ar spurði kon­an mann­inn hvort óhætt væri að nota nál sem hann hafði sprautað sig með. Maður­inn sagði kon­unni að það væri óhætt.

Síðar þegar tek­in voru úr kon­unni blóðsýni hjá lækni kom í ljós að hún var smituð af lifra­bólgu C. Kon­an var ekki í nokkr­um vafa um að hún smitaðist af mann­in­um, og var ekki um það deilt. „Hafi hún talið að í þess­um frétt­um fæl­ist nán­ast dauðadóm­ur. Hafi hún farið beint í tölvu, þar sem hún hafi ekki verið með farsíma, og sent smá­skila­boð í gegn­um tölvu til brotaþola um að hann myndi einnig deyja, en hún hafi ályktað að hann myndi einnig deyja sök­um lifr­ar­bólg­unn­ar eins og hún,“ seg­ir í dómn­um.

Kon­an sendi eft­ir­far­andi skila­boð til manns­ins: „Thu ert daudur hel­vit­is homm­a­titt­ur.. munt deyja bradum“.

Skila­boðin voru nafn­laus og kvaðst maður­inn hafa leitað strax til lög­reglu þegar hon­um bár­ust þau. Í ákæru seg­ir að skila­boðin hafi verið til þess fall­in að vekja hjá mann­in­um ótta um líf sitt, heil­brigði og vel­ferð.

Fyr­ir dómi sagði maður­inn að hefði nafn kon­unn­ar verið und­ir skila­boðunum hefði hann ekki ótt­ast neitt. Kvaðst hann ekki hafa viljað að málið fengi þann fram­gang sem það fékk og vildi helst ekki vera í þeirri stöðu að gefa skýrslu fyr­ir dóm­in­um. Hann hrædd­ist kon­una ekki og þau væru góðir vin­ir í dag.

Í niður­stöðu dóms­ins seg­ir: „Gegn neit­un ákærðu og með til­liti til allra annarra at­vika í mál­inu tel­ur dóm­ur­inn að ákæru­vald­inu hafi ekki tek­ist að færa fram lög­fulla sönn­un um ásetn­ing ákærðu um að valda brotaþola ótta um líf sitt og vel­ferð. Breyt­ir þar engu um hvernig brotaþoli upp­lifði skila­boðin þegar hann fékk þau. Ber því að sýkna ákærðu af þeirri hátt­semi sem henni er gef­in að sök í ákæru.“

All­ur sak­ar­kostnaður, þar með tal­in mál­svarn­ar­laun skipaðs verj­anda kon­unn­ar, greiðast úr rík­is­sjóði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert