Verjandi sektaður fyrir lélega mætingu

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness Ómar Óskarsson

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnamisferli. 

Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, með því að hafa haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, samtals 45 kannabisplöntur og 3.589,55 grömm af kannabislaufblöðum í tveimur herbergjum og hafa um skeið fram til ræktað tilgreindar plöntur, er lögregla fann við húsleit í leiguhúsnæði ákærða.

Verjandinn sektaður fyrir að mæta illa

Athygli vekur að verjandi mannsins var dæmdur til að greiða 300.000 krónur í sekt fyrir að mæta ekki við þinghöld, en dómara þótti það til þess fallið að „misbjóða virðingu dómsins“.

Í dómnum segir: „Í eitt skipti sendi skrifstofa verjanda tölvupóst og boðaði forföll klukkustund fyrir boðaða fyrirtöku og var verjandi þá staddur á Ísafirði. Var sá póstur ekki sendur á sækjanda í málinu sem mætti við fyrirtökuna.

Þá var sú háttsemi verjandans að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð málsins til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins. Þrátt fyrir bókun í þinghaldi hinn 14. nóvember sl., að dómari telji vinnubrögð verjandans ámælisverð, þar sem hann hvorki hafi haft milligöngu um að ákærði mætti sjálfur í nokkur boðuð þinghöld, né fengið annan lögmann til að mæta fyrir sig eða óska eftir skipun annars verjanda, lét hann sér ekki segjast.

Telur dómurinn óhjákvæmilegt annað en að verjandanum verði af þessum ástæðum gerð sekt í ríkissjóð sem er ákveðin 300.000 krónur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka