Vilja hægri beygju á rauðu ljósi

Fjóla Hrund Björnsdóttir.
Fjóla Hrund Björnsdóttir.

Ég tel tíma­bært að taka upp í um­ferðarlög­um að leyfa hægri beygj­ur á rauðu ljósi í öll­um beygj­um og yrði það þá á ábyrgð öku­manna að ákveða hvenær mundi henta að beygja til hægri,“ sagði Fjóla Hrund Björns­dótt­ir, varaþingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Alþingi í dag í jóm­frú­ar­ræðu sinni und­ir liðnum störf þings­ins en hún tók sæti á þing í fyrsta sinn í gær.

Benti hún á að æ fleiri þjóðir hefðu ákveðið að heim­ila hægri­beygju á rauðu ljósi þegar tæki­færi gæf­ist og að það hafi reynst vel í þeim lönd­um. „Ég tel að við Íslend­ing­ar ætt­um að skoða þá hug­mynd og taka hana upp á öll­um beygju­ljós­um. Ef það eru gatna­mót sem þetta á ekki við um er hægt að setja upp þar til gert skilti. Þann ávinn­ing sem verður af því að bæta hægri beygju í um­ferðarlög­in mun­um við lík­lega sjá á um­ferðarþung­an­um og þegar lít­il um­ferð er er auðvelt að beygja til hægri án þess að brjóta um­ferðarregl­ur.“

Har­ald­ur Ein­ars­son, sam­flokksmaður Fjólu, tók und­ir með henni. Dæmi um lönd sem leyft hefðu hægri beygju á rauðu ljósi væru Kína, Pól­land og Þýska­land þar sem um­ferðarþungi væri mun meiri en á Íslandi. Benti hann á að á gatna­mót­um Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar í Reykja­vík væri í raun leyfð hægri­beygja á rauðu ljósi á þar til gerðri frá­rein fram hjá um­ferðarljós­un­um.

Þess má geta að þrír þing­menn sitja nú á Alþingi sem eru yngri en 26 ára. Auk Fjólu Hrund­ar og Har­ald­ar er um að ræða Jó­hönnu Maríu Sig­munds­dótt­ur en öll eru þau á þingi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert