Kannabisræktun í heimahúsi

Kannabis
Kannabis AFP

Lögreglan á Selfossi handtók í dag karl og konu á fertugsaldri sem eru grunuð um ræktun kannabisplantna í íbúðarhúsnæði á Stokkseyri.

Lögreglumenn fóru á staðinn um kl. 14 í dag og bíður nú fólkið yfirheyrslu. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu.

Ekki liggur fyrir hversu margar plöntur lögreglan lagði hald á, en það er ljóst að ekki er um stórfellda ræktun að ræða.

Málið er í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert