Menn leiddir til efnahagslegrar aftöku

Ögmundur Jónasson alþingismaður.
Ögmundur Jónasson alþingismaður. mbl.is/Árni Sæberg

Það eina sem þessi ríkisstjórn virðist hafa uppburði í sér til að gera þessa dagana er að reka fólk. Einhver svívirðilegasta ákvörðun sem tekin hefur verið í langan tíma á Alþingi, eftir alla niðurskurðinn sem kynntur var, var ákvörðun um að skera niður holt og bolt 5% í útgjöldum til Stjórnarráðsins.

Þannig komst Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, að orði á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. „Hvað þýddi þetta? Það þýddi að það átti að reka fólk, það átti að rýra kjör fólks og þetta hefur verið gert. Stórir hópar hafa orðið fyrir kjaraskerðingu þvert á lög, þvert á samninga og þvert á allar hefðir,“ sagði hann og spurði hvort þessi framganga hafi verið á málefnalegum grunni. Svo hefði ekki verið.

„Menn hafa verið leiddir hver á fætur öðrum til aftöku, liggur mér við að segja, í efnahagslegum skilningi. Það skiptir máli fyrir fólk þegar það missir vinnu sína og það skiptir máli þegar kjörin eru rýrð og það er tekið niður í launum um tugi prósenta, það skiptir máli. Og þetta er gert algerlega ómálefnalega eftir gömlu reglustikuaðferðinni sem þarna er beitt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert