Sjálfstæðisflokkur leiði í innflytjendamálum

Hælisleitendur mótmæla stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á síðasta …
Hælisleitendur mótmæla stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á síðasta kjörtímabili. Ómar Óskarsson

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests trausts til að leiða í innflytjendamálum og endurskoðun á stjórnarskránni, ef marka má nýja könnun MMR á afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða fjóra málaflokka sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.

Af þeim sem tóku afstöðu töldu 32,0% að Sjálfstæðisflokkurinn væri best til þess fallinn að leiða í innflytjendamálum og 24,6% töldu að Sjálfstæðisflokkurinn væri best til þess falinn að leiða endurskoðun á stjórnarskránni.

Þá treystu flestir nýju flokkunum tveimur, Pírötum og Bjartri framtíð, til að leiða rannsókn á tildrögum bankahrunsins. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 21,0% að Píratar væru best til þess fallnir að leiða þá rannsókn og 19,4% töldu að Björt framtíð væri best til þess fallin. Til samanburðar töldu 15,8% að Sjálfstæðisflokkurinn væri best til þess fallinn að leiða málaflokkinn og 12,6% töldu Framsóknarflokkinn bestan til þess fallinn.

Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 15. janúar 2014 og var heildarfjöldi svarenda 981 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Könnun MMR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert