Skoðað verði að lögfesta lágmarkslaun

Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ég er líka farinn að hallast að því meira og meira og tel ástæðu til að skoða það alvarlega hvort lögfesta eigi lágmarkslaun í landinu til að tryggja að enginn búi undir ákveðnum tekjumörkum. Þetta hefur verið gert í miklu fleiri löndum en ég vissi um og hafði reiknað með og ég tel ástæðu til að skoða það alvarlega til að tryggja kjör fólks hér og hindra fátækt.

Þetta sagði Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Einnig sagðist hann hallast að því sífellt meira að setja þyrfti fast neysluviðmið í framhaldi af því að settir voru upp útreikninga á neysluviðmiðum og „stíga skrefið til fulls og setja fram lágmark neysluviðmiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert