Frjálst að hafa skoðun á dómsmálum

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG.
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er orðið nokk­urt þrá­stef í póli­tískri umræðu und­an­far­inna missira að ein­stak­ir full­trú­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins telji sig þess um­komna að leggja á það dóma hvað megi ræða og hvað ekki. Af hverju má ekki ræða til­efn­is­laus­ar hand­tök­ur á fólki sem var að mót­mæla á friðsam­leg­an hátt?“

Þetta sagði Svandís Svavars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á Alþingi í gær í umræðum um störf þings­ins. Þar svaraði hún Karli Garðars­syni, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem gagn­rýndi á Alþingi á þriðju­dag­inn álykt­un flokks­ráðsfund­ar VG á dög­un­um þar sem kallað var eft­ir því að ákær­ur á hend­ur fólki sem mót­mælt hefði fram­kvæmd­um við nýj­an Álfta­nes­veg yrðu dregn­ar til baka. Sakaði Karl VG um að vilja með þessu hafa póli­tísk áhrif á ákæru­valdið og dómsvaldið í land­inu. Því hafnaði Svandís.

„Það er vænt­an­lega rétt­ur ein­stak­linga og sam­taka þeirra að hafa skoðun á dóms- og ákæru­vald­inu rétt eins og öðru valdi í sam­fé­lag­inu. Þing­mann­in­um til upp­rifj­un­ar eru sam­tök á heimsvísu sem fjalla fyrst og fremst um mann­rétt­indi og at­hafn­ir dómsvalds­ins á hverj­um stað. Þau heita Am­nesty In­ternati­onal. Ef kosið er að kalla það íhlut­un þegar slík­ar and­mæl­aradd­ir rata í sam­fé­lagsum­ræðuna má velta því fyr­ir sér hvað væri rétt að kalla af­stöðu og fram­lag téðs þing­manns til umræðunn­ar,“ sagði hún.

Sakaði Svandís Karl um að vilja þagga niður alla umræðu um tján­ing­ar­frelsi, rétt­inn til að mót­mæla og mann­rétt­indi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka