Lárus og Guðmundur sýknaðir

Guðmundur Hjaltason, Þórður Bogason, Óttar Pálsson og Lárus Welding.
Guðmundur Hjaltason, Þórður Bogason, Óttar Pálsson og Lárus Welding. mbl.is/Styrmir Kári

Hæstirétt­ur hef­ur sýknað Lár­us Weld­ing og Guðmund Hjalta­son í Vafn­ings­mál­inu svo­nefnda. Þar voru þeir Lár­us og Guðmund­ur ákærðir fyr­ir umboðssvik með því að hafa  ákveðið og samþykkt 102 millj­óna evra pen­inga­markaðslán til Milest­one 8. fe­brú­ar 2008.

Lánið til Milest­one var veitt frá 8. fe­brú­ar til 11. fe­brú­ar 2008 en þá var það greitt upp með því að bank­inn lánaði upp­hæðina til fé­lags­ins Vafn­ings og Vafn­ing­ur greiddi bank­an­um upp­hæðina til baka.

Með lán­veit­ing­unni til Milest­one voru þeir sagðir hafa mis­notað aðstöðu sína og gerst sek­ir um umboðssvik. Sér­stak­ur sak­sókn­ari fór fram á fimm og hálfs árs fang­elsi yfir Lár­usi og fimm ára fang­elsi yfir Guðmundi. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur taldi hins veg­ar hæfi­lega refs­ingu níu mánaða fang­elsi og að sex þeirra væru bundn­ir skil­orði.

Fyr­ir Hæsta­rétti krafðist vara­rík­is­sak­sókn­ari að refs­ing­in yrði þyngd. Hæstirétt­ur sýknaði þá hins veg­ar báða af öll­um kröf­um í mál­inu.

Frétt mbl.is: Krefst þyngri refs­ing­ar yfir Lár­usi

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert