Norðurljósasýning á degi elskenda

Norðurljós á himni.
Norðurljós á himni. mbl.is/Golli

Íbúar á vestan- og sunnaverðu landinu mega búast við norðurljósasýningu annað kvöld, en norðurljósaspá Veðurstofu Íslands gerir þá ráð fyrir allmikilli virkni og þá er skýjahuluspáin hagstæð. Það er án efa fagnaðarefni í hugum marga - ekki síst þeirra sem halda upp á Valentínusardaginn og eru í rómantískum hugleiðingum.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is, að spáin sé góð allt frá Breiðafirði í vestri allt austur að Höfn í Hornafirði.

„Það verður kannski ekki það besta fyrir norðan og austan, en það er þó alveg viðbúið að það verði ekki alveg samfelld skýjahuluspá þar,“ segir Óli en hann tekur fram að skýjahuluspár séu mjög viðkvæmar.

Betra er að fara út fyrir borgarmörkin til að forðast ljósmengunina og njóta norðurljósanna í allri sinni dýrð.

Valentínusardagurinn hefur verið kallaður dagur elskendanna og þá tíðkast að gefa sínum eða sinni heittelskuðu ástargjöf. Hún gæti t.d. verið boð á norðurljósasýningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka