Planið að safna ekki skuldum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Við höfum líka trú á framtíð Íslands vegna þess að hér eru gæði, auðlindir, mannauður sem við viljum nýta til að auka samkeppnishæfni landsins í samkeppni þjóðanna. Það er hægt að gera með öðrum hætti en þeim að ganga í Evrópusambandið.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, sem vildi vita hvert „plan“ ríkisstjórnarinnar væri í efnahagsmálum. Slík stefna væri forsenda uppbyggingar í efnahagslífinu og vitnaði hann í því sambandi í umræður á nýafstöðnu Viðskiptaþingi. Benti hann á að fyrri ríkisstjórn hefði haft efnahagsstefnu, að ganga í Evrópusambandið. Í þeirri stefnu hefði falist ákveðin skuldbinding um aga í efnahagsmálum.

Samfylkingin telur að Evrópusambandið sé einhvers konar heildarlausn, Planið með stóru péi og greini, á öllum okkar vandamálum. Okkar áherslur birtast annars vegar í stjórnarsáttmálanum, hins vegar í ríkisfjármálaáherslum í fjárlagafrumvarpinu. Þar er planið að stöðva skuldasöfnun. Okkar nýja plan byggir á því að hætta að reka ríkið með halla. Það er bara mjög einföld hagfræði sem býr þar að baki. Hún er sú að ef þú eyðir ekki um efni fram heldur leggur áherslu á að eiga fyrir útgjöldum mun þetta smám saman fara að lagast. Þá fáum við alvöruviðspyrnu. Það er grundvallarplan sem við störfum eftir í dag,“ sagði Bjarni og bætti við:

„Við leggjum líka áherslu á að eiga gott samstarf með atvinnulífinu til að störfum fjölgi í landinu vegna þess að plan okkar gengur út á það að ef störfum fjölgar á Íslandi fáum við meiri getu, frekari burði til að rísa undir rekstri velferðarkerfisins, til að standa okkur betur í heilbrigðismálum, menntamálum og á öðrum sviðum, samgöngum og annars staðar þar sem máli skiptir, þar sem kallað er eftir því að við færumst framar eftir framabrautinni. Það er plan að gera það ekki á grundvelli þess að taka lán.“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert