Greiðslubyrðin er of þung

Vaxtahækkanir hafa þyngt greiðslubyrði óverðtryggðra íbúðalána og gert þau of dýr fyrir marga lántaka, einkum ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu eign. Getur munað tugum þúsunda á greiðslubyrði þeirra og verðtryggðra lána.

„Þegar ung fjölskylda stendur frammi fyrir því að fara á ótryggan leigumarkað þar sem er ekkert öryggi, eða að taka tiltölulega ódýrt lán og fá þannig öruggt þak yfir höfuðið, finnst mér svarið augljóst,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag,  og vísar til verðtryggðra lána.

Oddgeir Á. Ottesen, aðalhagfræðingur fjármálafyrirtækisins IFS, segir Seðlabankann og IFS spá vaxtahækkunum, óháð áhrifum leiðréttingar í þá veru. Sú þróun muni gera óverðtryggð lán enn dýrari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert