Nemendur í Sjálandsskóla í Garðabæ taka nú þátt í Lífshlaupinu af fullum krafti og í gær voru þeir komnir niður á Tjörn til að leika íshokkí þar sem ekkert var gefið eftir þótt skautana hafi reyndar vantað. Þrátt fyrir hlýindi að undanförnu er Tjörnin ennþá frosin og iðar af lífi.