Norðmenn yfirgefa Íslandsmið

Hér má sjá norsku loðnuskipin.
Hér má sjá norsku loðnuskipin. Skjáskot af eskja.is

Norsku loðnuskipin virðast hafa gefist upp á loðnuleit í íslenskri lögsögu því tíu skip yfirgáfu lögsögu Íslands í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í kvöld til loðnuleitar og byrjar úti fyrir Vestfjörðum. Þar verður svæðið kannað í samvinnu við rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson, sem er í öðrum verkefnum á Vestfjörðum. Árni heldur síðan suður fyrir land og siglir með suðurströndinni á móti loðnunni. Vonast er til að með þessu fáist stöðumynd af ástandinu, en lítið hefur fundist af loðnu í vetur.

Í gær var frekar rólegt yfir loðnuveiðum, en nokkur skip voru vestan við Ingólfshöfða og höfðu sum þeirra fengið afla. Vart hafði orðið við hrafl á slóðinni austur undir Hornafjörð, en loðnan virðist ekki hafa þétt sig í stórar torfur síðustu daga. Búið er að veiða hátt í 25 þúsund tonn af loðnu í vetur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert