Reykjavíkurborg er að undirbúa ræktun æðarunga í vor til að lífga upp á fuglalíf Tjarnarinnar og Vatnsmýrar. Eggjunum verður ungað út í Húsdýragarðinum.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þórólfur Jónsson garðyrkjustjóri, að þegar ungarnir verða orðnir stálpaðir verði þeir líklega fluttir í fuglafriðlandið í Vatnsmýri.
Viðvarandi viðkomubrestur og hnignun varpstofna einkennir fuglalífið við Tjörnina, að því er segir í nýrri skýrslu fuglafræðinganna Jóhanns Óla Hilmarssonar og Ólafs K. Nielsen um fuglalíf á Tjörninni 2013.