Áhugamenn áforma að byggja tíu íbúðir í Vík

Vík í Mýrdal
Vík í Mýrdal mbl.is/Sigurður Bogi

„Við erum enn með málið í skoðun og ekkert hefur verið ákveðið en gaman væri ef það gengi eftir,“ segir Jóhannes Kristjánsson, ferðaþjónustubóndi á Höfðabrekku í Mýrdal.

Hann og tveir aðrir athafnamenn í Mýrdalnum hafa fengið vilyrði fyrir lóðum í Vík og hafa áhuga á að byggja þar tíu íbúða raðhús.

Nánast ekkert hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði í Vík í mörg ár. „Hér er allt stopp, út af húsnæðisskorti. Ekki er hægt að fá fólk til að flytja austur út af því. Ég fór aðeins á stúfana og spjallaði við menn og þessar hugmyndir komu út úr því,“ segir Jóhannes m.a. í Morgunblaðinu í dag um ástæðu þess að hugmyndir eru uppi um að byggja íbúðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert