Loðnureki á Fagradalsfjöru

Það var mikið af loðnu í fjörunni í Fagradal í …
Það var mikið af loðnu í fjörunni í Fagradal í dag mbl.is/Jónas Erlendsson

Töluvert magn af loðnu virðist vera í sjónum suður af landinu, og hefur hana rekið á land á fjöruna sem tilheyrir Fagradal í Mýrdal austan við Vík.

Þegar ekið var eftir fjörunni í blíðunni í dag var greinilegt að mávurinn hefur komist í loðnu veislu og var mikið af máv sitjandi í flæðarmálinu, og á víð og dreif um fjöruna mátti sjá dauða loðnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert