Kvenfjandsamleg trúarbrögð

Frá málþingi Orator á föstudaginn.
Frá málþingi Orator á föstudaginn. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef valið mér sjón­ar­horn femín­isma til að skoða áhrif kyn­ferðis við af­mörk­un og vernd mann­rétt­inda og velta upp hug­mynd­um um hvernig við tryggj­um að mann­rétt­indi séu fyr­ir kon­ur og karla,“ seg­ir Bryn­hild­ur G. Flóvenz

Bryn­hild­ur er  einn mæl­enda á hátíðar­málþingi Orator, sem haldið var á föstu­dag­inn. Spurn­ing­in „Eru mann­rétt­indi til“ var yf­ir­skrift málþings­ins.

„Hvernig ákveðum við hvaða rétt­indi njóti vernd­ar alþjóðlegra mann­rétt­inda­laga? Ligg­ur það al­veg ljóst fyr­ir? Er það al­veg aug­ljóst að eigna­rétt­ur­inn eigi að njóta friðhelgi? Er nauðsyn­legt að verja trú og trú­ar­brögð sér­stak­lega?“ spyr Bryn­hild­ur, en ljóst er að yf­ir­skrift málþings­ins vakti ófá­ar spurn­ing­ar meðal fyr­ir­les­ara.

Byggj­um á okk­ar reynslu­heimi

„Við valið á þeim rétt­ind­um sem eiga að njóta vernd­ar þá er það með mann­rétt­inda­lög­in eins og aðra lög­gjöf að það er reynsla okk­ar, þekk­ing og lífs­skil­yrði sem við hljót­um að byggja á við valið, á sama hátt og reynsl­an af mann­rétt­inda­brot­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar kallaði á alþjóðaregl­ur um mann­rétt­indi,“ seg­ir Bryn­hild­ur.

Hún bend­ir á að átta karl­ar og ein kona hafi samið mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sam­einuðu þjóðanna. „Þar sjá­um við strax mikla skekkju. Eng­inn hör­unds­dökk­ur full­trúi var í nefnd­inni og reynd­ar eng­inn Afr­íkumaður. Það er merki­legt fyr­ir þær sak­ir að mann­rétt­indi höfðu verið brot­in gegnd­ar­laust gagn­vart Afr­íku­mönn­um á þess­um árum, eins og reynd­ar ennþá, og þá ekki síst af sum­um þeirra ríkja sem full­trúa áttu í nefnd­ini,“ seg­ir hún.

Hluti af kjarna feðraveld­is­ins

Hún seg­ir að í um­fjöll­un um hvort og hvernig mann­rétt­inda­lög­gjöf tryggi vernd kvenna hafi verið bent á að „lög­gjöf sé hluti af kjarna feðraveld­is­ins eða karla­veld­is­ins og að tungu­mál lag­anna og upp­bygg­ing beri ein­kenni hefðbund­inna karl­gilda eða ein­kenna, á meðan eig­in­leik­ar eða gildi, sem hafi með réttu eða röngu verið til­einkuð kon­um, end­ur­spegl­ist ekki í henni“.

„Þegar kem­ur að vernd mann­rétt­inda kvenna ber fyrst að nefna að það að vera kona fel­ur í sér marg­ar hætt­ur og ógn­ir við líf og heilsu. Kyn­ferðið sjálft get­ur verið ógn við líf og heilsu. Strax í móðurkviði er stúlku­fóstr­um frek­ar eytt, Kína hef­ur sér­stak­lega verið nefnt í því sam­bandi.“ Þar sem fæðuskort­ur er seg­ir hún stúlku­börn frek­ar bor­in út en drengi.

Mik­il­vægt að gera sér grein fyr­ir stöðunni

„Segja má að nokkr­ir ára­tug­ir hafi liðið þar til farið var að gera at­huga­semd­ir við karllægni alþjóðlegra mann­rétt­inda­laga og túlk­un­ar þeirra. Fyrstu ára­tug­ina eft­ir samþykkt mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar virðast menn hafa verið nokkuð sam­mála um að hin ný­skráðu mann­rétt­indi væru viðfangs­efni sem væri það mik­il­vægt, viðkvæmt eða brot­hætt, að áhersl­an skyldi vera á að styrkja stoðir rétt­ind­anna frem­ur en að gagn­rýna þau,“ seg­ir hún.

Hún vakti sér­staka at­hygli á stöðu trú­ar­bragða í þessu sam­hengi. „Eitt mik­il­vægt ein­kenni helstu trú­ar­bragða ver­ald­ar, þeirra á meðal kristni, íslam og gyðing­dóms, er feðraveldi þeirra. Kaþólska kirkj­an, sem stór hluti krist­inna til­heyr­ir, bygg­ist á 100% kynja­kvóta í þeim skiln­ingi að kon­ur eiga ekki aðgang að valda­kerfi henn­ar, hvorki stjórn­un stofn­ana né túlk­un þeirra á trúnni. [...] Raun­veru­leik­inn er sá að þessi trú­ar­brögð skerða frelsi kvenna sér­stak­lega.“

Brynhildur G. Flóvenz.
Bryn­hild­ur G. Flóvenz. Guðmund­ur Rún­ar Guðmunds­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert