Leyfi til líkflutninga á herðum sýslumanns á Siglufirði

Verkefni flytjast til embættis sýslumanns á Siglufirði.
Verkefni flytjast til embættis sýslumanns á Siglufirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þeir sem þurfa að flytja til lík eða setja skilyrði í erfðaskrá þurfa hér eftir að afla sér leyfis frá sýslumannsembættinu á Siglufirði.

Helgast það af því að innanríkisráðuneytið hefur breytt reglugerðum og fært fleiri verkefni til embættisins. Þetta er gert til að bregðast við því að senn lýkur sérverkefni sýslumannsins á Siglufirði um úthlutun sanngirnisbóta til handa fórnarlömbum á vistheimilum á borð við Breiðavíkurheimilið og Kumbaravog.

Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Siglufirði, segir þó að stærstu verkefnin sem færist á embættið séu útgáfa lögmannsleyfis fyrir hæstaréttar- og héraðsdómslögmenn auk eftirlits með skoðunar- og trúfélögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert