Spurningin um ESB ofmetin

Jón Gnarr borgarstjóri.
Jón Gnarr borgarstjóri. mbl.is/Kristinn

Jón Gn­arr borg­ar­stjóri seg­ir að spurn­ing­in um hvort Ísland eigi að ganga í Evr­ópu­sam­bandið sé of­met­in. Það skipti ekki meg­in­máli hvort Íslandi gangi inn í sam­bandið, hvorki fyr­ir landið sjálft né Evr­ópu­sam­bandið.

Í ít­ar­legu viðtali á vefsíðunni The Report­ers Hive seg­ir hann jafn­framt að sam­bandið sé ein­ung­is ný teg­und af sam­vinnu milli fólks af ólík­um þjóðern­um. Sam­vinna á sveita­stjórn­arstig­inu sé hins veg­ar mun skil­virk­ari en sam­vinna milli landa.

Borg­ar­stjór­inn ræðir um allt milli him­ins og jarðar í viðtal­inu en hann bend­ir meðal ann­ars á aukið mik­il­vægi borga í sam­fé­lag­inu.

Aðspurður seg­ir hann til dæm­is að við séum að verða vitni að dauða stjórn­mál­anna og að við mun­um sjá minna af stjórn­mál­um í framtíðinni. „Póli­tíska lands­lagið er líka að breyt­ast því að póli­tíska valda­hlut­fallið er að fær­ast til borg­anna og borg­ar­stjór­arn­ir eru að fá meiri póli­tísk áhrif en þeir áður höfðu,“ seg­ir hann.

Hætti að veiða hvali

Í viðtal­inu er fjallað um eitt af kosn­ingalof­orðum Besta flokks­ins fyr­ir sveita­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2010 um að koma ís­birni fyr­ir í Hús­dýrag­arðinum. Jón seg­ir að það hafi alltaf verið al­vara á bak við það lof­orð og að stefnt sé að því fá hann í garðinni eft­ir tíu til fimmtán ár.

„Ísland er ekki mjög langt frá heim­kynn­um þeirra þannig að það er ekki óraun­hæft,“ nefn­ir hann. „Þetta yrði einnig frá­bær aug­lýs­ing fyr­ir bæði Ísland og Reykja­vík. Það sem og hval­veiðar, sem munu ein­hvern tím­ann leggj­ast af,“ seg­ir hann.

Bæt­ir hann því við að það séu meiri tekj­ur sem koma af hvala­skoðun en hval­veiðum. Við ætt­um frek­ar að láta hval­ina í friði og skoða þá, en ekki drepa þá, því þetta séu svo magnaðar skepn­ur.

Vill skóla­kerfi eins og Su­bway

Jón fjall­ar einnig um skóla­mál­in og ligg­ur þar ekki á skoðunum sín­um. Hon­um finnst að skóla­kerfið eigi að bjóða upp á fjöl­breytt­ara val og vera að miklu leyti eins og skyndi­bitastaður­inn Su­bway.

„Ef skóla­kerfið væri eins og Su­bway geng­ur þú inn og vel­ur hvaða teg­und af brauði sem þú vilt. Og það er ekk­ert mál. Og ef þú vilt ekki gúrk­ur, þá seg­irðu bara: Eng­ar gúrk­ur, takk. En í skóla­kerf­inu er þessu öf­ugt farið. Þú færð hra­efnið og átt bara að borða það, hvort sem þér lík­ar það bet­ur eða verr. Ef þú vilt ekki fá þær gúrk­ur kem­ur ein­hver og seg­ir við þig: Þær eru góðar fyr­ir þig.”

Engu máli skipti þótt manni finnst gúrk­ur vond­ar, maður á að borða þær.

Dönsku­kennsla gagns­laus

Hann seg­ir enn frem­ur það vera gagns­laust að verja tíma og pen­ing­um í það að kenna börn­um dönsku. Áhersl­an eigi frek­ar að vera lögð á ensku- og ís­lensku­kennslu. 

„Þetta verður sí­fellt meira vanda­mál eft­ir því sem inn­flytj­end­um fjölg­ar og fleiri börn eru fjöltyngd. Ef þú átt franska móður og pólsk­an föður og býrð á Íslandi, þá þarftu að sjálf­sögðu að læra að pólsku, ís­lensku og ensku - en allt í einu dönsku?“

Heiða Kristín Helgadóttir og Jón Gnarr.
Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir og Jón Gn­arr. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka