Engar varanlegar undanþágur

Engin dæmi eru um varanlegar undanþágur að ræða hjá ESB, …
Engin dæmi eru um varanlegar undanþágur að ræða hjá ESB, hvorki á sviði sjávarútvegsmála né landbúnaðarmála. mbl.is/Jim Smart

Evr­ópu­sam­bandið set­ur ávallt fram þá meg­in­kröfu í aðild­ar­viðræðum að um­sókn­ar­ríki gangi að öllu reglu­verki sam­bands­ins óbreyttu.

Þetta seg­ir í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands um stöðu aðild­ar­viðræðna Íslands við Evr­ópu­sam­bandið og þróun sam­bands­ins, sem unn­in var að ósk ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og kynnt þing­flokk­um stjórn­ar­flokk­anna í gær­kvöldi.

„Ástæðan er ein­fald­lega sú að öll aðild­ar­rík­in eiga að mati Evr­ópu­sam­bands­ins að sitja við sama borð. Með öðrum orðum eiga leik­regl­urn­ar að vera þær sömu fyr­ir þau öll. Það á auðvitað al­veg sér­stak­lega við um mála­flokka þar sem tek­in hef­ur verið upp sam­eig­in­leg stefna og sam­bandið fer að veru­legu leyti eitt með vald eins og í land­búnaðar- og fisk­veiðimál­um. Sam­eig­in­leg evr­ópsk stefna hef­ur náð sér­stak­lega langt á þess­um sviðum. Frá þessu eru í grund­vall­ar­atriðum aðeins veitt­ar tíma­bundn­ar und­anþágur. Þær eru einkum hugsaðar sem aðlög­un­ar­tími fyr­ir aðild­ar­ríki til að laga sig að breytt­um aðstæðum en tíma­bundn­ir erfiðleik­ar Evr­ópu­sam­bands­ins sjálfs geta einnig haft áhrif,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Þar kem­ur einnig fram að skoðun á aðild­ar­lög­um ein­stakra ríkja staðfesti „að hingað til hef­ur ekki verið um var­an­leg­ar und­anþágur að ræða hvorki á sviði sjáv­ar­út­vegs­mála né land­búnaðar­mála.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert