Ísland gat ekki stytt sér leið

Strax varð ljóst að Ísland fengi enga sérmeðferð.
Strax varð ljóst að Ísland fengi enga sérmeðferð.

Strax varð ljóst að Ísland fengi enga sér­staka meðferð þannig að það gæti stytt sér leið í aðild­ar­ferl­inu. Ný stefna Evr­ópu­sam­bands­ins í stækk­un­ar­mál­um sem inn­leidd var árið 2006 hafði mik­il áhrif á gang viðræðnanna og tók aðild­ar­ferlið í upp­hafi aðra stefnu en von­ast hafði verið til.

Þetta kem­ur fram í viðauka Ágústs Þórs Árna­son­ar, aðjúnkts við laga­deild Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, við Evr­ópu­skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands.

Ágúst Þór seg­ir að aðild­ar­ferlið hafi sætt gagn­rýni bæði fræðimanna og stjórn­mála­manna fyr­ir að vera þungt og ófyr­ir­sjá­an­legt. Í grein­inni seg­ir hann að nýja stækk­un­ar­stefn­an hafi haft í för með sér strang­ari skil­yrðasetn­ingu sem átti eft­ir að hafa mik­il áhrif á aðild­ar­ferlið með inn­leiðingu á opn­un­ar- og lok­un­ar­viðmiðum.

Hann seg­ir að árið 2006 hafi verið opnað fyr­ir mögu­leik­ann á því að setja opn­un­ar- og lok­un­ar­viðmið í ein­stök­um köfl­um viðræðna við um­sókn­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins. Þá hafi aðild­ar­ríki sam­bands­ins fengið auk­in tæki­færi til að þrýsta á um lausn tví­hliða deilu­mála við um­sókn­ar­ríki.

Þessi breyt­ing hafi verið gagn­rýnd fyr­ir að valda því að aðild­ar­ferl­inu geti verið haldið í gísl­ingu til að þjóna hags­mun­um ein­stakra aðild­ar­ríkja.

Eðli­legt að end­ur­meta stöðuna

„Eins og al­kunna er komu tví­hliða deil­ur við sögu í til­felli Íslands. Þannig lýstu Hol­lend­ing­ar því yfir sum­arið 2010, um það leyti sem ákveðið var að hefja aðild­ar­viðræður við Ísland, að þeir myndu tefja aðild­ar­ferlið leyst­ist Ices­a­ve-deil­an ekki í sam­ræmi við kröf­ur þeirra.

Þá voru deil­ur um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans tald­ar hafa áhrif á stöðu sjáv­ar­út­vegskafl­ans og vera meðal þess sem tafði aðild­ar­viðræðurn­ar,“ seg­ir í grein Ágústs Þórs.

Því hafi það verið bæði eðli­legt og nauðsyn­legt að staldra við og end­ur­meta stöðuna.

Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við lagadeild Háskólans á Akureyri.
Ágúst Þór Árna­son, aðjúnkt við laga­deild Há­skól­ans á Ak­ur­eyri.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert