Segir Seljavallalaug þarfnast viðhalds

Seljavallalaug
Seljavallalaug mbl.is/Lára Halla.

Seljavallalaug þarfnast viðhalds, að mati Minjastofnunar Íslands. Stofnunin telur brýnt að mótuð verði stefna um viðhald og rekstur laugarinnar „svo tryggja megi varðveislu þessa einstæða mannvirkis í góðri samvinnu þeirra aðila sem henni tengjast“.

Þetta kemur fram í bréfi sem Minjastofnun sendi formanni Ungmennafélagsins Eyfellings þann 22. janúar sl. Ungmennafélagið hefur umsjón með lauginni.

Starfsmenn Minjastofnunar skoðuðu Seljavallalaug í júní 2013. Þeim þótti ástand hennar bágborið og augljós þörf á viðhaldi, ekki síst í búningsklefahúsi. „Nauðsynlegt er að Seljavallalaug og umhverfi hennar sé haldið snyrtilegu og að viðhald mannvirkisins dragist ekki frekar. Laugin er vinsæll ferðamannastaður og ágangur því mikill,“ segir í bréfi Minjastofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert