Una ekki niðurstöðu ráðherra

Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga. Lárus Karl Ingason

Finn­ur Árna­son, for­stjóri Haga, seg­ir ákvörðun sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra um að út­hluta ekki viðbót­artoll­kvót­um fyr­ir inn­flutn­ing á buffala-, geita- og ær­mjólkurost­um né líf­ræn­um kjúk­lingi koma á óvart.

„Ég var nú aðeins bjart­sýnni í þessu. Og fyrst og fremst af því að þetta er sam­bæri­legt mál og smjör­málið, þar sem Mjólk­ur­sam­sal­an sæk­ir um á grund­velli skorts. Ég tel mál­in sam­bæri­leg og rök­stuðning­ur­inn ætti í sjálfu sér að vera eins,“ seg­ir hann.

Finn­ur seg­ir at­hygl­is­vert að Hög­um hafi ekki borist form­legt svar vegna beiðnar sinn­ar um viðbót­arkvót­ann, þar sem búið sé að birta op­in­bera til­kynn­ingu á net­inu.

Hann seg­ir for­svars­menn Haga munu fara yfir málið með lög­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins.

„Við erum ósátt­ir við niður­stöðuna og við mun­um halda áfram með málið, því það er aug­ljóst að stjórn­valdið er að fara í mann­grein­ingarálit,“ seg­ir Finn­ur.

Hann seg­ir nokkr­ar leiðir fær­ar í stöðunni. „Það er umboðsmaður og það er dóm­stóla­leiðin og síðan eru ákveðnir þætt­ir sem við erum að skoða þar fyr­ir utan.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert