40 m/s undir Eyjafjöllum

Veðurstofan spáir 40 m/s í hviðum undir Eyjafjöllum og í …
Veðurstofan spáir 40 m/s í hviðum undir Eyjafjöllum og í Öræfum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Í kvöld og fram eft­ir nóttu má bú­ast áfram­hald­andi hvassviðri og stormi við suður­strönd­ina og vind­hviðum allt að 40 m/​s und­ir Eyja­fjöll­um og í Öræf­um, eft­ir því sem fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Einnig má bú­ast við vind­hviðum um landið suðvest­an­vert fram á nótt, allt að 30 m/​s á Kjal­ar­nesi og við Hafn­ar­fjall. Sam­hliða hvassviðrinu er gert ráð fyr­ir slyddu eða snjó­komu með köfl­um sunn­an- og suðaust­an­til á land­inu og því gæti færð spillst þar í kvöld og nótt.

Veg­ir eru að mestu auðir á Suður- og Suðvest­ur­landi en þó er hálka á Sand­skeiði og á Hell­is­heiði. Óveður er á Kjal­ar­nesi, und­ir Eyja­fjöll­um og á Reyn­is­fjalli.

Það er hálka og skafrenn­ing­ur á Holta­vörðuheiði og Vatna­leið en snjóþekja á Bröttu­brekku. Einnig er sumsstaðar hálka eða hálku­blett­ir á út­veg­um á Vest­ur­landi.

Á Vest­fjörðum er hálka á flest­um fjall­veg­um en hálku­blett­ir víðast hvar á lág­lendi.  Snjóþekja er þó á Þrösk­uld­um og á Stein­gríms­fjarðar­heiði.

Hálka eða hálku­blett­ir eru mjög víða á Norður­landi og skafrenn­ing­ur á flest­um fjall­veg­um.  Þung­fært og skafrenn­ing­ur er á Hólas­andi og ófært á Mý­vatns­ör­æf­um.

Ófært er nú orðið á Möðru­dals­ör­æf­um og Fjarðar­heiði en þung­fært á Vatns­skarði eystra en ann­ars er hálka eða snjóþekja á flest­um leiðum á  Aust­ur­landi. Snjóþekja og skafrenn­ing­ur á Fagra­dal og á Oddsk­arði. Hálku­blett­ir eru frá Fá­skrúðsfirði og að Hval­nesi en svo er greiðfært áfram suður um land. Óveður er í Öræf­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert