Arðbærasti flugvöllur landsins er Egilsstaðaflugvöllur. Þjóðhagslegur ábati af flugi á þann völl nemur tæpum 52 milljörðum króna á tímabilinu 2013-2053. Til samanburðar er flugið á Vestmannaeyjaflugvöll þjóðhagslega óhagkvæmt um rúmlega 2,8 milljarða króna á verðlagi ársins 2013.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs innanlands sem birt var í dag á vefsíðu Innanríkisráðuneytisins.
Markmið félagshagfræðilegrar greiningar er að meta þjóðhagslegan ávinning eða tap með kostnaðar/ábatagreiningu en huga jafnframt að samfélagslegum ávinningi sem ekki verður mældur í krónum og aurum svo sem búsetugæðum. Með þessari aðferð má greina á milli arðsemi mismunandi valkosta.
Samkvæmt niðurstöðum ábatagreiningarinnar er núvirtur ábati af innanlandsflugvallakerfinu á landsbyggðinni í heild um 70,8 milljarðar króna á verðlagi ársins 2013 miðað við arðsemistímann 2013-2053.
Þar munar mestu um ábata notenda af notkun flugsins og ábata vegna aukins öryggis í samgöngum. Þjóðhagslegur ávinningur samfélagsins af útgjaldakrónu hins opinbera til flugvallanna og flugsins í heild er 1,48 krónur, segir í skýrslunni. Þjóðhagsleg arðsemi fjárfestingarinnar í flugvallakerfinu og fluginu á landsbyggðinni umfram útgjöld er 48%.
Þar af er 251% samfélagsleg arðsemi af Egilsstaðaflugvelli og flugleiðinni „Egilsstaðir – Reykjavík“, 45% samfélagsleg arðsemi af Ísafjarðarflugvelli og flugleiðinni „Ísafjörður – Reykjavík“ og 41% samfélagsleg arðsemi af Akureyrarflugvelli og flugleiðinni „Akureyri – Reykjavík“. Af öðrum flugvöllum er neikvæð samfélagsleg arðsemi.
Fjórir flugvellir og flugleiðir eru þjóðhagslega hagkvæmir/ar:
Tveir flugvellir eru hagkvæmir en eru þó rétt við núllið:
Aðrir flugvellir og flugleiðir eru þjóðhagslega óhagkvæmir/ar: