Frásögn af fyrstu langferðinni á fyrsta bílnum á Íslandi, Thomsens-bílnum, fannst nýlega í Danmörku.
Keyrt var til Stokkseyrar og Eyrarbakka í júlí 1904 og er óhætt að segja að ferðasagan sé athyglisverð í ljósi nútímasamgangna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Ditlev Thomsen flutti fyrsta bílinn til Íslands í júní 1904 og fór í þetta ferðalag skömmu síðar, hinn 15. júlí 1904.