Spá vonskuveðri sunnanlands

Veður­stof­an vill vekja sér­staka at­hygli á því að vonsku­veðri er spáð sunn­an­til á land­inu í dag og fram á nótt. Gert er ráð fyr­ir stormi eða roki, meira en 20-28 m/​s, syðst á land­inu eft­ir há­degi og fram eft­ir nóttu.

Veður­horf­ur á land­inu eru þess­ar:

Vax­andi austanátt, 15-28 m/​s sunn­an­til und­ir há­degi, hvass­ast und­ir Eyja­fjöll­um og í Öræf­um síðdeg­is. Dá­lít­il slydda eða snjó­koma með köfl­um syðst, ann­ars skýjað og stöku él en aust­an 10-18 m/​s og skýjað en úr­komu­lít­il norðan­til. Úrkomu­meira suðaust­an­til í kvöld og tals­verð úr­koma þar í nótt og fram eft­ir morg­un­degi. Áfram má bú­ast við vind­hviðum, yfir 35 m/​s und­ir Eyja­fjöll­um og í Öræf­um á morg­un. Frost 0 til 13 stig, kald­ast í innsveit­um, en dreg­ur úr frosti er líður á dag­inn og hiti 0 til 5 stig sunn­an­til.

Sjá veður­vef mbl.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert