„Við fengum engin efnisleg svör“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Af því að hlé var gert á aðild­ar­viðræðunum of snemma, feng­um við Íslend­ing­ar ekki svar við efn­is­leg­um spurn­ing­um,“ sagði Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í umræðum á Alþingi í dag um skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands um stöðu um­sókn­ar­inn­ar og þróun sam­bands­ins.

„Ræða ut­an­rík­is­ráðherra var ræða manns sem var and­snú­inn Evr­ópu­sam­vinnu. Það merki­lega er er að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn skuli láta teyma sig eins og hund í bandi þegar for­ystu­menn rík­is­stjórn­in fer fram með þess­um hætti. Ræða ut­an­rík­is­ráðherra var varn­ar­ræða manns sem ótt­ast um­heim­inn. Hann reyn­ir að rýna í krist­als­kúlu til að finna rök­semd­ir fyr­ir kyrr­stöðu.“

„Ut­an­rík­is­ráðherra hæðir hags­muna­sam­tök at­vinnu­lífs­ins og sam­eig­in­lega út­tekt aðila at­vinnu­lífs­ins og seg­ir að hann muni ekki taka mark á þeirri skýrslu vegna þess hverj­ir verk­beiðend­ur eru.“ 

Árni seg­ir að meiri umræða þurfi að eiga sér stað í nokkr­um mál­um. „Við þurf­um frek­ari um­fjöll­un um pen­inga­mál og þá stöðu sem við erum í. Spurn­ing­in um aðild teng­ist af­námi hafta og hvaða leið við velj­um okk­ur í fram­hald­inu. Við þurf­um betri grein­ingu á sjáv­ar­út­vegsþætt­in­um. Við þurf­um betri grein­ingu á stöðu og framtíð EES samn­ings­ins held­ur en aðeins þá skýrslu sem hér um ræðir. Við búum ekki kyrr­stöðu held­ur í heimi sem þrosk­ast áfram.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert