Aldrei að vita hvar tækifærin koma upp í framtíðinni

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur lagt þrjá nýja fríversl­un­ar­samn­inga fyr­ir Alþingi. Samn­ing­ar voru gerðir af EFTA við Bosn­íu, Panama, Kosta­ríka og Kól­umb­íu.

„Þarna er að bæt­ast við sís­tækk­andi net fríversl­un­ar­samn­inga sem Ísland ger­ir, ým­ist í sam­floti við önn­ur EFTA-ríki eða eitt og sér eins og í til­viki samn­ings­ins við Kína sem fór í gegn á dög­un­um,“ seg­ir Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is.

Íslend­ing­ar hafa ekki átt mik­il viðskipti við þessi lönd hingað til en Birg­ir tel­ur engu að síður mik­il­vægt að gera slíka samn­inga við sem flest ríki. Það sé í lang­flest­um til­vik­um báðum aðilum til hags­bóta. „Þó að í þess­um til­fell­um sé um að ræða ríki sem eru ekki mik­il­væg viðskipta­lönd í dag þá vit­um við auðvitað aldrei hvar kunna að koma upp tæki­færi síðar,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka