Verði nýttur sem millilandaflugvöllur

Þingmenn úr Suðurkjördæmi vilja tryggja að Hornafjarðarflugvöllur geti nýst fyrir …
Þingmenn úr Suðurkjördæmi vilja tryggja að Hornafjarðarflugvöllur geti nýst fyrir millilandaflug. mbl.is/Golli

Tíu þingmenn, þar af níu úr Suðurkjördæmi, vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tryggi að Hornafjarðarflugvöllur geti nýst fyrir millilandaflug með minni farþegaflugvélum og vélum í ferjuflugi sem nú hafi heimild til að fljúga um völlinn.

Þingmennirnir eru Unnur Brá Konráðsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Geir Jón Þórisson úr Sjálfstæðisflokknum, Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingunni, Páll Valur Björnsson og Róbert Marshall úr Bjartri framtíð og Silja Dögg Gunnarsdóttir, Haraldur Einarsson, Fjóla Hrund Björnsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir úr Framsóknarflokki.

Í greinargerð með þingsályktunartilllögu, sem þingmennirnir hafa lagt fram, segir meðal annars að staðsetning flugvallarins bjóði upp á mikla möguleika til aukinnar umferðar ferðamanna, sérstaklega með tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs. 

Hornafjarðarflugvöllur gegnii mikilvægu hlutverki í samgöngukerfi landsins og mikilvægt sé að tryggja áframhaldandi rekstur og uppbyggingu á svæðinu til hagsbóta fyrir heimamenn og atvinnulífið.

Leggja flutningsmenn áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í þá vinnu að styrkja Hornafjarðarflugvöll sem fyrst til að treysta enn frekar atvinnulíf í Hornafirði og nágrenni og stuðla að frekari uppbyggingu og vexti Vatnajökulsþjóðgarðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka