Verkjateymi stofnað á LSH

Páll Matthíasson forstjóri tekur stöðuna á hjartaskurðdeild. Lilja Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur …
Páll Matthíasson forstjóri tekur stöðuna á hjartaskurðdeild. Lilja Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur og Bjarni Torfason yfirlæknir til hægri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á næstunni verður á Landspítalanum sett á laggirnar svonefnt verkjateymi. Það er sérhæfð meðferð fyrir fólk sem þjáist af langvinnum og alvarlegum verkjum sem ekki hefur tekist að vinna á.

„Þörf fyrir þjónustu á þessu sviði er brýn,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans í samtali um stöðu spítalans og framtíð í Morgunblaðinu í dag. Verkjateymið er þverfaglegt en verður á vegum skurðsviðs sjúkrahússins. Þá stendur til að efla sárameðferðarteymi sem sinnir flóknum og langvinnum sárum.

Á sjúkrahúsum er stefnan sú að legutími sé sem skemmstur. Fólk er útskrifað svo fljótt sem verða má, en sækir framhaldsmeðferð á dagdeildir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert