Á ekki að koma neinum á óvart

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra mbl.is/Eggert

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra von­ast til að þings­álykt­un­ar­til­lag­an um að Ísland dragi til baka um­sókn sína um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu kom­ist á dag­skrá þings­ins eft­ir helgi. Hann átti jafn­framt sím­tal við Stef­an Fule, stækk­un­ar­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, í kvöld þar sem hann greindi hon­um frá ákvörðun stjórn­ar­flokk­anna.

„Það er full­ur skiln­ing­ur á þess­ari ákvörðun stjórn­valda enda eru þau lýðræðis­lega kos­in til þess, eins og hann hef­ur sagt, að taka slík­ar ákv­arðanir,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ist einnig hafa greint nokkr­um koll­eg­um sín­um utan Íslands frá ákvörðun­inni. „Menn tóku það þó vissu­lega fram að við vær­um vel­komn­ir í Evr­ópu­sam­bandið,“ bæt­ir hann við.

„Það á ekki að koma nein­um á óvart að þess­ir flokk­ar taki þessa póli­tísku ákvörðun. Ef stefnu­yf­ir­lýs­ing­ar flokk­anna, sem og stjórn­arsátt­mál­inn, eru skoðaðar sést að við erum bara að vinna eft­ir þeim,“ seg­ir hann.

„Þings­álykt­un­ar­til­lag­an inni­held­ur þrennt. Í fyrsta lagi að um­sókn­in verði dreg­in til baka. Í öðru lagi er skýrt kveðið á um að við vilj­um ekki að farið verði í viðræður að nýju, hvenær sem það nú verður, nema að und­an­geng­inni þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Ástæðan fyr­ir því er sú að það er mjög mik­il­vægt að menn hafi skýrt og gott umboð ef menn ætla í slíka veg­ferð.

Í þriðja lagi vilj­um við efla og styrkja sam­starf okk­ar við Evr­ópu­sam­bandið,“ nefn­ir hann.

Hann seg­ir enn frem­ur að það hafi verið kallað eft­ir því að það kæmi niðurstaða í þetta mál. Þar af leiðandi sé það já­kvætt að nú sé loks búið að taka af skarið.

Aðspurður um hvort ekki hafi komið til greina að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu um hvort draga ætti um­sókn­ina til baka seg­ir hann að stjórn­arsátt­mál­inn segi til um hvernig vinna eigi þessi mál.

„Það er í hon­um talað um þjóðar­at­kvæðagreiðslu á ein­um stað og hún er ein­göngu ef menn ákveða að halda af stað á nýj­an leik. Aðra þjóðar­at­kvæðagreiðslu er ekki að finna í þess­um sátt­mála okk­ar. Það er það vega­nesti sem ég hef haft og rík­is­stjórn­in hef­ur. Það er ekki hægt að skilja það á neinn ann­an veg.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert