„Dapurlegur dagur í sögu þjóðar“

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta er dap­ur­leg­ur dag­ur í sögu ís­lensku þjóðar­inn­ar, en ekki síður Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir Össur Skarp­héðins­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, um þá ákvörðun þing­flokka stjórn­ar­inn­ar að slíta viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið um aðild að sam­band­inu.

„Ég tel að það stappi ná­lægt póli­tísku hermd­ar­verki að svipta ís­lensku þjóðina þeim val­kosti að fá sjálf að velja hvort hún tel­ur sjálf hag sín­um bet­ur borgið í efna­hags­leg­um og póli­tísk­um styrk Evr­ópu­sam­bands­ins, með evr­una sem framtíðar­gjald­miðil - eða standa utan þess.

Með þess­ari ákvörðun, sem ég tel að muni þurfa of­beldi til að knýja í gegn­um Alþingi, þá er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að klippa á þann mögu­leika um ákaf­lega langa framtíð, að Ísland geti orðið aðili að sam­band­inu, jafn­vel þótt hér á landi komi upp aðstæður sem bein­lín­is kalli á það. Slík­ar aðstæður gætu komið upp fyrr en seinna, m.a. ann­ars vegna gjald­miðils­mál­anna, því að í samn­ing­um við kröfu­hafa föllnu bank­anna er rík­is­stjórn­in ráðalaus.

Fyr­ir Bjarna Bene­dikts­son eru þetta per­sónu­leg svik við lof­orð sem hann gaf stór­um hluta flokks­manna. Hann lofaði flokks­mönn­um og þjóðinni þjóðar­at­kvæði  um fram­hald viðræðna. Það gerði hann fyr­ir kosn­ing­ar, síðast tveim­ur dög­um fyr­ir kosn­ing­ar og end­ur­tók það síðan á fundi í Hörpu í haust. Það kunna að verða eft­ir­mæli þess góða drengs í flokkn­um, að hann  gaf sínu eig­in fólki stór­póli­tísk lof­orð sem hann stóð ekki við. Hann virðist vera al­gjör­lega í bandi sér­kenni­legs banda­lags for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og svart­stakka í Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem m.a. stjórna Morg­un­blaðinu. Bjarni fær ekki einu sinni frelsi til að standa við eig­in lof­orð, gagn­vart flokkn­um.

Virðing­ar­leysi Sjálf­stæðis­flokks­ins gagn­vart þing­inu er jafn­framt svo al­gjört og for­dæma­laust, því þing­flokk­ur hans tek­ur ákvörðun um að styðja slit viðræðna áður en umræða um merka skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar er hálfnuð, en því var lofað að ræða ætti hana til hlít­ar. Bjarni sagði fyr­ir tveim­ur dög­um að það yrði unnið með skýrsl­una áður en nokk­ur ákvörðun yrði tek­in. Það sýn­ir að skýrsl­an var yf­ir­varp og til­gang­ur henn­ar sá einn að steypa stöp­ul til að taka ákvörðun sem nú virðist hafa verið tek­in fyr­ir­fram.

Fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn tel ég að þetta marki sögu­leg kafla­skil. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur alltaf frá upp­hafi vega verið boðberi og flytj­andi já­kvæðra breyt­inga á tengsl­um Íslands við um­heim­inn. Hann hef­ur lagt ríka áherslu á frjáls viðskipti og jafn­an haft það í önd­vegi að skapa sem já­kvæðast um­hverfi fyr­ir efna­hags- og at­vinnu­líf Íslend­inga. Með þess­ari ákvörðun stefn­ir flokk­ur­inn í þver­öfuga átt. Hann tek­ur þátt í því með aft­ur­haldsöfl­um Fram­sókn­ar­flokks­ins að loka dyr­um til um­heims­ins.

Ég spái því hins veg­ar að flokk­ur­inn og rík­is­stjórn­in sé ekki búin að bíta úr nál­inni með þessa ákvörðun. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var í sögu­legu mjög lágu fylgi í síðustu kosn­ing­um. Fjöldi manns ákvað að hverfa ekki frá stuðningi við hann út af lof­orði Bjarna. Nú tel ég að það kunni að verða meira en syt­ur sem frá hon­um renn­ur,“ sagði Össur í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert