Ég er það sem kallað er snúbúi

Kristín (t.h) og Aðalheiður Héðinsdóttir afhenda Kaffitári Íslandskort Söguhrings kvenna …
Kristín (t.h) og Aðalheiður Héðinsdóttir afhenda Kaffitári Íslandskort Söguhrings kvenna í Þjóðminjasafni í haust. Söguhringur kvenna er samstarfsverkefni Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Borgarbókasafns. mbl.is

Á Íslandi eru töluð yfir hundrað tungu­mál og í dag hefst Móður­máls­vik­an. Þá verður ým­is­legt skemmti­legt í boði. Krist­ín R. Vil­hjálms­dótt­ir, verk­efna­stjóri fjöl­menn­ing­ar í Borg­ar­bóka­safni, stend­ur fyr­ir sögu­stund í Gerðubergi fyr­ir börn á tíu tungu­mál­um. Krist­ín ólst upp í Dan­mörku og bjó þar í þrjá­tíu ár og er því tví­tyngd. Hún tel­ur og blót­ar á dönsku, sínu hjart­ans máli.

Ég veit af eig­in reynslu hversu mik­il­vægt það er að halda móður­mál­inu. Það var dýr­mætt fyr­ir mig að vera ekki búin að týna ís­lensk­unni al­veg þegar ég flutti hingað aft­ur, eft­ir að hafa ekki átt heima á Íslandi öll þessi ár. Mér var sagt þegar ég flutti til Íslands að ég væri svo­kallaður snú­búi, eða sá sem snýr aft­ur heim. Mér finnst þetta mjög skemmti­legt orð,“ seg­ir Krist­ín R. Vil­hjálms­dótt­ir, verk­efna­stjóri fjöl­menn­ing­ar í Borg­ar­bóka­safn­inu, sem flutti aft­ur til Íslands fyr­ir sex árum eft­ir að hafa al­ist upp í Dan­mörku og búið þar í þrjá­tíu ár.

„Ég er því tví­tyngd og mér finnst mik­il gjöf að eiga tvö tungu­mál. Vissu­lega fylgdi því þó nokk­ur krísa að skil­greina mig þegar ég flutti til Íslands, hvort ég væri dönsk eða ís­lensk. Ég talaði ekki móður­málið mitt ís­lensk­una dags dags­lega í þessi þrjá­tíu ár, en frá því ég flutti heim hef­ur ís­lensk­an mín batnað mikið og það skipt­ir miklu máli. Mitt hjart­ans tungu­mál er danska, ég tel og ég blóta á dönsku. Dansk­an er sterk­ur hluti af minni sjálfs­mynd.“

Til að skapa for­vitni

Í til­efni af móður­máls­vik­unni stend­ur Borg­ar­bóka­safn fyr­ir sögu­stund á morg­un í Gerðubergi fyr­ir börn á tíu tungu­mál­um. „Þetta er opið fyr­ir alla en við hvetj­um leik­skól­ana í hverf­inu til að koma og njóta þess að hlusta á öll þessi tungu­mál. Og þar sem marg­ir grunn­skól­ar eru í vetr­ar­fríi núna þá er til­valið fyr­ir fjöl­skyld­ur að koma og njóta. Sum­ar sög­urn­ar verða lesn­ar upp í hinum æv­in­týra­lega sögu­bíl Æringja og þeir sem lesa upp eru kenn­ar­ar úr sam­tök­un­um Móður­mál, en þar fer fram móður­máls­kennsla í fjölþjóðastarfi. Þar eru kennd fimmtán tungu­mál. Sög­urn­ar verða á víet­nömsku, frönsku, tékk­nesku, spænsku, portú­gölsku, pólsku, lit­háísku, lett­nesku, ensku og ís­lensku. Til­gang­ur­inn með sögu­stund­inni er að leyfa börn­um að hlusta á sitt annað heima­mál, en það er ekki síður gam­an að börn al­mennt fái að heyra á marg­breyti­leika tungu­mála. Við vilj­um skapa for­vitni barna í tengsl­um við tungu­mál og vekja áhuga þeirra á að læra tungu­mál.“

Sann­kölluð tungu­mála­her­ferð Cafe Lingua

Krist­ín hef­ur nóg á sinni könnu sem verk­efna­stjóri fjöl­menn­ing­ar, því hún stend­ur líka fyr­ir Café Lingua einu sinni í viku, sem hún seg­ir vera vett­vang fyr­ir þá sem vilja efla tungu­málak­unn­áttu sína. „Þetta er staður fyr­ir orð, spjall og sam­skipti á hinum ýmsu tungu­mál­um, sem og gátt inn í mis­mun­andi tungu­mála- og menn­ing­ar­heima. Við virkj­um bæði fé­lög og ein­stak­linga til að sjá um dag­skrána, sem er sí­breyti­leg. Ég hef fundið fyr­ir áhuga meðal hins al­menna borg­ara, að láta tungu­mál­in sam­eina okk­ur. Tungu­mál geta verið ótrú­lega sterk lína til að tengja sam­an fólk. Café Lingua var fyrst aðeins á Borg­ar­bóka­safni, en við erum kom­in í sam­starf við stofn­an­ir sem vinna á hverj­um degi með tungu­mál og menn­ingu. Café Lingua er því líka í Bíó Para­dís, í Há­skóli Íslands og í Menn­ing­armiðstöðinni í Gerðubergi. Það er sann­kölluð tungu­mála­her­ferð að hafa Cafe Lingua á mörg­um stöðum. Við verðum sterk­ari með því að vinna sam­an.“ Í til­efni móður­máls­viku verður viðburður hjá Café Lingua sem heit­ir Al­bönsk tunga og menn­ing, á laug­ar­dag­inn í Gerðubergi, en þá verður Vatra, fé­lag Alb­ana á Íslandi með kynn­ingu á landi og þjóð frá ýms­um sjón­ar­horn­um.

Tungu­mál gefa okk­ur ræt­ur og vængi

Krist­ín stend­ur líka fyr­ir menn­ing­ar­móts­verk­efni sem heit­ir Fljúg­andi teppi, en það fer fram í leik-, grunn- og fram­halds­skól­um. Á menn­ing­ar­mót­um fá nem­end­ur, for­eldr­ar og starfs­fólk tæki­færi til að hitt­ast og kynna sína per­sónu­legu menn­ingu, sem teng­ist ekki endi­lega þjóðar­menn­ingu. All­ir eru þátt­tak­end­ur og áhorf­end­ur um leið. „Ég bjó til þetta verk­efni þegar ég starfaði sem kenn­ari í Dan­mörku, en ég hef þróað það og aðlagað ís­lensku sam­fé­lagi. Mér finnst það mik­ill fjár­sjóður fyr­ir sam­fé­lagið að í því búi fólk sem tal­ar mörg tungu­mál. Í ís­lenska skóla­kerf­inu eru núna ótal mörg börn sem eru fjöl- eða tví­tyngd og við eig­um að líta á það sem kost, það er styrk­leiki fyr­ir Ísland að hér búi svona fjöl­breytt fólk. Á Íslandi eru töluð yfir hundrað tungu­mál, frá mörg­um heims­álf­um. Þetta er gott að nýta í tungu­mála­kennslu í skól­un­um og ég hef ein­mitt verið að þróa menn­ing­ar­mót­in í þá átt. Ég fékk til dæm­is tví­tyngda nem­end­ur sem voru með spænsku sem móður­mál í Aust­ur­bæj­ar­skóla til að taka þátt í menn­ing­ar­móti í spænsku­kennslu, þau kynnti spænska menn­ingu á spænsku. Tví­tyngdu börn­in fengu að njóta þess að tala sitt móður­mál og ís­lensku krakk­arn­ir nutu þess að heyra hvernig al­vöru spænska er töluð. Frá­bært fyr­ir alla og skap­ar raun­veru­leg­an vett­vang fyr­ir sam­skipti. Tungu­mál gefa okk­ur ræt­ur og vængi, hvort sem um er að ræða móður­mál eða önn­ur mál sem við til­eink­um okk­ur. Móður­mál­in eru ræt­ur sjálfs­mynd­ind­ar­inn­ar og þau er­lendu mál sem við lær­um gefa okk­ur vængi og skapa meðal ann­ars tengsl okk­ar og sam­skipti við heim­inn. En svo er líka hægt að hugsa þetta öf­ugt, því ný tungu­mál gefa okk­ur nýj­ar ræt­ur og góð tök á móður­mál­inu senda hug­ann á flug.“

Móður­máls­vik­an

Íslenska UNESCO-nefnd­in og Stofn­un Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur í er­lend­um tungu­mál­um efna til nokk­urra viðburða vik­una 21.-28. fe­brú­ar í til­efni Alþjóðadags móður­máls­ins:

Í til­efni þessa dags í ár verður vak­in at­hygli á starfi fjöl­margra aðila sem tengj­ast ólík­um móður­mál­um, hvatt til umræðu í skól­um um hvernig sé hægt að koma til móts við nem­end­ur sem tala annað móður­mál en ís­lensku og mynd­bönd­um um efnið komið á fram­færi.

Tungu­mála­forða Íslands leitað í skól­um lands­ins: Efnt verður til sam­vinnu við skóla um skrán­ingu á tungu­mála­forða sín­um, og hald­inn verður sér­stak­ur fyr­ir­lest­ur um ólík móður­mál í skóla­kerf­inu. www.tungumala­torg.is.

Sögu­stund fyr­ir börn á 10 tungu­mál­um: Gerðuberg í dag, föstu­dag 21. febr. kl. 13-15.

Danska sem móður­mál, annað mál og er­lent mál: Fyr­ir­lest­ur dr. Bergþóru Kristjáns­dótt­ur, lektors við Árósa­há­skóla.

Oddi, Há­skóla Íslands fimmtu­dag 27. febr. kl. 16.

Móður­mál – mál mál­anna: Málþing í Nor­ræna hús­inu föstu­dag 28. febr. kl. 15-17:

Hólm­fríður Garðars­dótt­ir: Tungu­mál eru sam­eign okk­ar allra – rækt­um þau!

Renata Em­ils­son Pesková: Öll mál skipta máli – en fyr­ir hverja?

Hanna Ragn­ars­dótt­ir: Tungu­mál sem auðlind – fjöl­breytt­ir kenn­ara­hóp­ar.

Þor­björg Þor­steins­dótt­ir: Dýr­mæt­ur tungu­mála­forði.

Kristín á góðri stund að spjalla við gesti Café Lingua.
Krist­ín á góðri stund að spjalla við gesti Café Lingua. mbl.is
Börnin njóta þess að taka þátt í menningarmótinu.
Börn­in njóta þess að taka þátt í menn­ing­ar­mót­inu. mbl.is
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert