Eldur í verksmiðju Becromal

Verksmiðja Becromal við Krossanes.
Verksmiðja Becromal við Krossanes.

Slökkviliðinu á Akureyri barst tilkynning um eld í verksmiðju Becromal við Krossanes á Akureyri kl. 01:51 í nótt. Þegar slökkviliðið kom á staðinn hafði starfsfólk verksmiðjunar komið sér út og safnast saman á fyrirfram ákveðnu svæði. Reykkafarar fóru inn og slökktu eldinn sem var bundinn við eina vélarsamstæðu í vinnslusal verksmiðjunar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu. 

Þar segir ennfremur, að um töluverðan eld hafi verið að ræða en greiðlega gékk að slökkva hann.  

Verksmiðjan var síðan reyklosuð en töluverður reykur hafði myndast.  

Það vakti athygli slökkviliðsmanna hversu góð viðbrögð starfsmanna verksmiðjunnar voru en þeir yfirgáfu verksmiðjurnar á undraverðum tíma og er því hægt að segja að starfsmenn hafi ekki verið í mikilli hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert