Fulltrúar Framsýnar á Húsavík skrifuðu undir sáttatillögu ríkissáttasemjara nú fyrir hádegi. Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, segist vera þokkalega ánægður með þá viðbót sem samningurinn feli í sér - sérstaklega að hækkun desemberuppbótar og orflofsgreiðslna festist í sessi.
Hann segir ljóst að það hafi verið meira til skiptana en lagt var upp með þegar samningar í desmember hafi verið gerðir. Líkt og fram hefur komið felldu 93% félagsmanna upphaflega samning SA og ASÍ í atkvæðagreiðslu.
Hann var ánægður með að samningarnir verði lengdir fram í febrúar á næsta ári.
Sáttatillagan verður borin undir atkvæði og niðurstaða á að liggja fyrir eigi síðar en 7. mars nk.
Félögin sem felldu samningana höfðu frest til hádegis í dag til að taka afstöðu til samninganna.