Iðnsagan fær sess á Rauðarárholti

Í gegnum síðustu bita og burðarstólpa í húsi Ofnasmiðjunnar sést …
Í gegnum síðustu bita og burðarstólpa í húsi Ofnasmiðjunnar sést yfir í grunninn þar sem áður voru nokkur iðnaðarfyrirtæki. mbl.is/Ómar Óskarsson

Veggir hússins sem hýsti Ofnasmiðjuna við Háteigsveg á síðustu öld hafa síðustu daga orðið undan að láta fyrir stórvirkum vinnuvélum.

Á sama veg fór fyrir nokkrum öðrum merkum iðnaðarhúsum við Þverholt og Einholt, sem stórhuga framkvæmdamenn reistu á síðustu öld.

Þarna í Rauðarárholtinu var rekin merk starfsemi sem á margan hátt ruddi brautina í íslenskum iðnaði, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Búseti vinnur að byggingu íbúðarhúsnæðis á reitnum og verður þessara frumherja í iðnsögunni minnst í hverfinu. Deiliskipulag hefur verið samþykkt á reitnum og verða þar um 200 íbúðir. Þær fyrstu verða afhentar í lok árs 2015 og síðan koll af kolli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert