Í ályktun aðalfundar hvetur Samorka til þess að tenging við raforkukerfi Evrópu verði skoðuð af mikilli alvöru og forsendur verkefnisins treystar áður en ákvörðun er tekin um hvort ráðast eigi í það.
„Verkefnið yrði stærsta og flóknasta fjárfesting í sögu landsins og gæti haft mikil jákvæð áhrif á íslenskt samfélag, en fjölmörgum spurningum er hins vegar enn ósvarað,“ segir í ályktuninni sem samþykkt var á aðalfundinum í dag.
Þá leggur Samorka áherslu á mikilvægi þess að hér séu gerðar raunhæfar kröfur til fráveiturekstrar þannig að uppfyllt verði eðlileg skilyrði en ekki gerðar kröfur að nauðsynjalausu sem hafa í för með sér fjárfestingar umfram eðlilega fjárfestingargetu veitufyrirtækja og sveitarfélaga. Loks ítrekar Samorka mikilvægi þess að sátt náist um rammaáætlun og um nauðsynlega uppbyggingu á flutningskerfi raforku.
Sjá nánar hér.