Sjómannafélag Íslands hefur boðað verkfall á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi frá og með 5. mars. Komi verkfallið til framkvæmda verður vinna stöðvuð frá klukkan 17 síðdegis til klukkan 8 á morgnanna og um helgar. Verkfallsboðunin nær til 14 háseta og þerna á skipinu.
Kjaradeilan hefur verið til meðferðar hjá embætti ríkissáttasemjara að undanförnu en málinu var vísað þangað í lok janúar. Enginn árangur hefur náðst að mati Sjómannafélagsins og því hefur verið boðað til verkfalls. Næsta sáttafundur verður haldinn á mánudag.