9.500 reglur og tilskipanir frá ESB

AFP

Frá því að EES-samningurinn gekk í gildi fyrir um tuttugu árum hefur nær öll lagasetning Evrópusambandsins sem varðar innri markaðinn náð til Íslands, Liechtenstein og Noregs. Á heildina er litið eru það 9.500 tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir sem hafa orðið hluti af EES-samningnum. Þar af eru um fimm þúsund í gildi nú.

Þetta kemur fram í svari Tores Grønningsæters, yfirmanns upplýsingamála hjá EFTA, við fyrirspurn Reykjavíkur vikublaðs. Greint er frá málinu í nýjasta tölublaðinu sem kom út í dag. 

Tore bætir því við að inni í tölunni séu um það bil 1.800 lagareglur frá Evrópusambandinu sem voru hluti EES-samningsins við undirritun árið 1992.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert