Engin sigurgleði á Sjálfstæðistorginu

Bank Lviv er á besta stað í hjarta borgarinnar við …
Bank Lviv er á besta stað í hjarta borgarinnar við eitt horn Ráðhústorgsins og er hluti af þeim kjarna sem er á verndarskrá UNESCO. mbl.is/Agnes Bragadóttir

„Það hefur verið mjög erfitt hér í mörg ár og flestir vestrænir fjárfestar hrökklast burt,“ sagði Margeir Pétursson, fjárfestir, sem búsettur er í Lviv í Úkraínu, þegar Morgunblaðið náði tali af honum síðdegis í gær, þar sem hann var staddur á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði.

Í samtali við Morgunblaðið um ástandið í Úkraínu sagði Margeir sagði að messu á torginu væri nýlokið og einhverjir tugir þúsunda hefðu verið á torginu á meðan, líklega um 50 þúsund manns.

„Hér á Sjálfstæðistorginu ríkir engin sigurgleði, því fer fjarri og alveg ljóst að það eiga eftir að verða mikil eftirmál. Svo er ákveðinn hluti mótmælenda, sem er ekkert búinn að samþykkja samninginn frá í morgun.“ Hann segir margar byggingar við torgið afar illa farnar og hann sjái mikinn mun frá því um síðustu helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert