Ákveðið að slíta aðildarviðræðum

Evrópufáninn blaktir undir þungbúnum himni.
Evrópufáninn blaktir undir þungbúnum himni. mbl.is/afp

Ísland verður fyrsta ríkið til þess að draga til baka um­sókn um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu eft­ir að aðild­ar­viðræður eru hafn­ar verði þings­álykt­un­ar­til­laga ut­an­rík­is­ráðherra þess efn­is samþykkt á Alþingi.

Þing­flokk­ar beggja rík­is­stjórn­ar­flokk­anna samþykktu til­lög­una í gær og var hún lögð fyr­ir þingið í gær­kvöldi. Hún fel­ur einnig í sér að ekki verði sótt um aðild að ESB á nýj­an leik án þess að fyrst fari fram þjóðar­at­kvæðagreiðsla um það.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, seg­ist sátt­ur við þess­ar mála­lykt­ir á aðild­ar­ferli Íslands. Gunn­ar Bragi Sveins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ist hafa rætt ákvörðun­ina við Stef­an Füle, stækk­un­ar­stjóra ESB, og nokkra starfs­bræður sína í gær.

Stjórn­ar­and­stæðing­ar og stuðnings­menn ESB-aðild­ar telja rík­is­stjórn­ina svíkja kosn­ingalof­orð með því að efna ekki til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um um­sókn­ina. Össur Skarp­héðins­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir ákvörðun­ina „stappa nærri póli­tísku hermd­ar­verki“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert