Ákveðið að slíta aðildarviðræðum

Evrópufáninn blaktir undir þungbúnum himni.
Evrópufáninn blaktir undir þungbúnum himni. mbl.is/afp

Ísland verður fyrsta ríkið til þess að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu eftir að aðildarviðræður eru hafnar verði þingsályktunartillaga utanríkisráðherra þess efnis samþykkt á Alþingi.

Þingflokkar beggja ríkisstjórnarflokkanna samþykktu tillöguna í gær og var hún lögð fyrir þingið í gærkvöldi. Hún felur einnig í sér að ekki verði sótt um aðild að ESB á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist sáttur við þessar málalyktir á aðildarferli Íslands. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, segist hafa rætt ákvörðunina við Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og nokkra starfsbræður sína í gær.

Stjórnarandstæðingar og stuðningsmenn ESB-aðildar telja ríkisstjórnina svíkja kosningaloforð með því að efna ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ákvörðunina „stappa nærri pólitísku hermdarverki“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert