Ljúka hefði átt aðildarviðræðum

Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ómar Óskarsson

„Við telj­um skyn­sam­leg­ast að leiða aðild­ar­viðræður til lykta og kjósa um aðild­ar­samn­ing þegar hann ligg­ur fyr­ir,“ seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og vís­ar í máli sínu til ákvörðunar rík­is­stjórn­ar­inn­ar að draga um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu til baka.

„Það sem við telj­um vera furðulegt í þessu máli er sá asi sem er á þessu. Það er ekk­ert sem hast­ar svo að rík­is­stjórn­in þurfi að taka þessa niður­stöðu núna strax,“ seg­ir Þor­steinn og bend­ir á að hafi skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands verið ætlað að varpa skýr­ara ljósi á málið sé mjög ein­kenni­legt að þings­álykt­un­ar­til­laga um slit hafi verið lögð fram í beinu fram­haldi. 

Mun skyn­sam­legra hefði verið að hans mati að taka góðan tíma í að vega og meta hags­muni Íslands áður en farið er í næstu skref.

„Einnig er vert að hafa í huga að við eig­um ýmis mik­il­væg verk óleyst, s.s. af­nám gjald­eyr­is­hafta og mót­un nýrr­ar pen­inga­stefnu. Lausn fyrri rík­is­stjórn­ar í þeim efn­um var Evr­ópu­sam­bandsaðild og upp­taka evru. Þó það sé ekki eina lausn­in hefði verið skyn­sam­legt af þess­ari rík­is­stjórn að móta skýra línu í þeim efn­um áður en ákvörðun er tek­in um slit.“

Seg­ir Þor­steinn gjald­eyr­is­höft­in valda at­vinnu­líf­inu mikl­um skaða og fyr­ir­tæki í alþjóðlegri starf­semi eigi orðið mjög erfitt með að starfa inn­an þeirra. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert