Fagna því að umsóknin sé dregin til baka

Ungir sjálfstæðismenn fagna því að ríkisstjórnin hyggist draga aðildarumsókn að …
Ungir sjálfstæðismenn fagna því að ríkisstjórnin hyggist draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. AFP

Ung­ir sjálf­stæðis­menn fagna því að rík­is­stjórn­in hygg­ist draga aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu til baka.

Í til­kynn­ingu seg­ir að ljóst sé að ekk­ert af því sem haldið var fram um mögu­leika Íslands á var­an­leg­um und­anþágum hafi staðist. Ekki sé hægt að fá nein­ar var­an­leg­ar und­anþágur í mál­efn­um sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðar, eins og staðfest sé í nýrri skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands.

Þá árétta ung­ir sjálf­stæðis­menn að lands­fund­ur sé æðsta vald í stefnu­mörk­un Sjálf­stæðis­flokks­ins. Í álykt­un lands­fund­ar um ut­an­rík­is­mál komi fram að aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið verði hætt og þær ekki tekn­ar upp aft­ur nema að und­an­geng­inni þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

„Meiri­hluti Alþing­is vill ekki að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið og við þær aðstæður er frá­leitt að Ísland haldi um­sókn­ar­ferl­inu áfram,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert