Flugvél WOW air komin í loftið

Mikil seinkun varð á flugum WOW air í dag.
Mikil seinkun varð á flugum WOW air í dag.

Flugvél WOW air er lögð af stað frá Keflavíkurflugvelli til Berlínar, en eins og greint var frá í dag var fluginu seinkað vegna bilunar. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 06.35 í morgun en hún fór ekki loftið fyrr en tólf klukkustundum síðar, eða klukkan 18.50, samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar.

Einnig varð seinkun á flugi WOW frá Berlín til Íslands. Hún átti fyrst að lenda hér á landi klukkan 14.50 en lenti þess í stað klukkan átta í kvöld.

Þá varð að sama skapi seinkun á flugi WOW til og frá Kaupmannahöfn. Vélin til borgarinnar átti að fara í loftið klukkan 15.40 en mun hins vegar ekki fara í loftið fyrr en um níuleytið. Hún kemur ekki til baka til Íslands fyrr en klukkan þrjú í nótt.

Annað flug WOW er á áætlun.

Ekki náðist í upplýsingafulltrúa WOW vegna málsins.

Frétt mbl.is: Mikil seinkun hjá WOW

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert