19 þúsund vilja þjóðaratkvæði

AFP

Rúmlega 19 þúsund undirskriftir hafa safnast á vefsíðunni Thjod.is þar sem kallað er eftir þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið en samtökin Já Ísland, sem berjast fyrir inngöngu Íslands í sambandið, standa fyrir söfnuninni.

Ríkisstjórnin stefnir að því að draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka og hefur þingsályktunartillaga þess efnis verið lögð fram, en fyrri ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sótti um aðild sumarið 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka